H÷fu­lausn cranioskˇli

Viltu lŠra h÷fu­beina- og spjaldhryggsj÷fnun?

Fyrir hverja er námið?

Námið er á framhaldsskólastigi, þannig að til að hefja nám hjá Höfuðlausn er nóg að hafa grunnskólapróf.

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun byggir á því að nota hendurnar til að skynja það sem fer fram í líkamanum og leiðrétta ef þarf. Sumir eiga auðveldara með að læra það en aðrir, en allir hafa það sem þarf til að geta þjálfað þessa skynjun – hún er innbyggð í okkur öll frá fæðingu. Hugsjón okkar hjá skólanum er að breyta “venjulegu” fólki í höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara, fagmenn sem geta unnið með alla aldurshópa, börn sem fullorðna        – fólk sem glímir við hin ólíkustu vandamál.

Það sem skiptir mestu í náminu er sá ásetningur að þjálfa þetta skynfæri upp og löngun til að láta gott af sér leiða, að skila framlagi til veraldarinnar.

Meðan á náminu stendur æfa nemendur sig hver á öðrum, svo búast má við að náminu fylgi töluverð huglæg, tilfinningaleg og líkamleg úrvinnsla. Einnig er gert ráð fyrir að nemendur sæki á fyrsta námsári að lágmarki 10 meðferðartíma hjá höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnurum sem skólinn samþykk­ir. Því er mikilvægt að nemendur hafi löngun til að þroskast og tækifæri til að vinna úr þeirri persónulegu áskorun sem námið er. 

 

Hvernig fer námið fram? 

Námið tekur þrjú ár. Kennt er föstudagskvöld, laugardag og sunnudag, níu helgar á ári.

Námið fer fram í formi fyrirlestra, verklegra æfinga, skýrslugerðar, verkefnavinnu og sjálfsrýni nemenda. Námsmat fer aðallega fram með stöðugu mati kennara á framförum nemenda en einnig með skriflegum prófum og ýmiss konar verkefnaskilum. Náminu lýkur með skriflegu og verklegu prófi ásamt lokaverkefni. Næsti nemendahópur verður tekinn inn haustið 2016.

Fjallað er ítarlega um líffæra- og lífeðlisfræði höfuðbeina- og spjaldhryggskerfisins, þ.e. bein, himnur og ýmsa aðra vefi líkamans, og hvernig þeir bregðast við álagi og áföllum. Farið er í tilfinningar, hvernig þær festast í vefjum líkamans og hvernig við getum losað þær aftur. Töluverð umfjöllun er um með­göngu, fæðingu og meðhöndlun ungra barna.

Ætlast er til að nemendur noti mikinn tíma til að æfa sig í að veita fólki meðferð, enda er færni á því sviði það sem skiptir mestu máli fyrir árangur í starfi.

Kennslan fer fram á íslensku og grunnnámsefnið er á íslensku. Nemendur fá námsefnið afhent á rafrænu formi og þurfa ekki að kaupa sérstakar kennslubækur. Við fléttum nýjung­um inn í kennsluna í sífellu þannig að ítarefni verður ýmist á íslensku, ensku eða Norður­landamálum.

Meðfram náminu hjá Höfuðlausn er ennfrem­ur gert ráð fyrir að nemendur taki nokkra áfanga í framhaldsskóla, m.a. líffæra- og lífeðlisfræði (LOL 103 og 203), sjúkdómafræði (SJÚ 103 og 203), siðfræði (SIÐ 102) og skyndihjálp.

 

Hvað svo?

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnarar starfa flestir sjálfstætt, á eigin stofu eða með öðrum, ýmist í fullu starfi eða í hlutastarfi. Þeir geta unnið að því með vandalausum, sjálfum sér, vinum og ættingjum að ná betri heilsu og fyrirbyggja ýmis vandamál. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnurum finnst þeir alla jafna gera mikið gagn með starfi sínu og finnst starfið mjög gefandi í flesta staði.

Útskrifaðir nemendur frá Höfuðlausn eiga greiða leið í Cranio, félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara, geta keypt starfsábyrgðartryggingu hjá íslenskum tryggingafélögum og geta sótt um skráningu sem græðari í skráningarkerfi sem Bandalag íslenskra græðara rekur fyrir hönd íslenska ríkisins. Með útskrift opnast einnig möguleiki á félagsaðild og skráningu víða utanlands.

Skólinn býður upp á símenntun fyrir starfandi höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara.

Markmið okkar er að nemendur hafi að grunnnáminu loknu lært að þekkja og nota stórt safn af ólíkum nálgunaraðferðum. Þannig munu þeir geta fengist við fjöldamörg heilsufars­leg og tilfinningaleg vandamál sem tengjast höfuðbeina- og spjaldhryggskerfinu og verður þannig unnt að hjálpa fólki að græða sárin í lífi sínu. Okkar markmið er að stuðla að betra lífi og bættri heilsu sem flestra.