H÷fu­lausn cranioskˇli

Viltu lŠra h÷fu­beina- og spjaldhryggsj÷fnun?

Hvað er höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun?

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun er oft kölluð cranio, eftir enska heitinu CranioSacral Therapy. Cranio er djúpverkandi með­ferð á því kerfi líkamans sem kallað er höfuðbeina- og spjaldhryggskerfið. Kerfið er gert úr heilahimnum, beinum höfuðs og spjaldhryggs, mænuvökvanum og bandvef.

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð hentar öllum aldurshópum af báðum kynjum. Hún er tilvalin fyrir fólk með hvers kyns heilsu­farsleg vandamál. Af mörgu er að taka, en meðferðin er gjarnan veitt fólki með stoðkerfisvandamál, höfuðverki, síþreytu, vefjagigt, lesblindu, einhverfu og ýmis hegð­unarvandamál svo örfá dæmi séu nefnd. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnuninni fylgir oft djúp slökun. Meðferðin er vinsæl meðal foreldra smábarna sem glíma við vandamál á borð við magakveisu og eyrnabólgu, en einnig í tengslum við meðgöngu og fæðingu.

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er mild aðferð sem getur hentað flestum, hvort sem þeir þjást af minniháttar óþægindum eða alvarlegum sjúkdómum. Hún gagnast hraustu fólki jafnt sem langveiku, þar sem markmiðið er að koma jafnvægi á líkamann, hjálpa honum að slaka á og viðhalda góðri heilsu til framtíðar.

Snerting meðhöndlarans við líkamann er mjúk og róandi. Með meðferðinni er reynt að hafa áhrif á óheilbrigð líkamleg og sálræn mynstur sem hlaðist hafa upp fyrir tilverknað sjúkdóma, slysa og áfalla á leið okkar gegn um lífið.